Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 13:52 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira