Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:31 Átökin í Tigray-héraði hafa leitt hundruð óbreyttra til dauða og þúsundir hafa flúið yfir til Súdan. Getty/Andrea Ronchini Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki. Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki.
Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41
Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45
Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41