Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 14:33 Flestir repúblikanar hafa annað hvort lýst stuðningi eða þagað um tilraunir Trump forseta til að breyta úrslitum kosninganna. Mitt Romney (á mynd) og Ben Sasse mótmæltu þeim þó með afgerandi hætti í gær. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira