Halldór stýrir Barein á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2020 10:31 Halldór Sigfússon tók við karlaliði Selfoss fyrir þetta tímabil. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland. HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira