Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:01 Lara flytur lofræðu um tengdaföður sinn á landsfundi Repúblikanaflokksins í haust. epa/Chip Somodevilla New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent