Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2020 12:30 Jeff Lowe kom við sögu í þáttunum Tiger King. mynd/netflix Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þættirnir Tiger King fjölluðu að mestu um deilur Carole Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Baskin. Lewis hvarf degi áður en hann ætlaði að fara til Costa Rica og var lýstur látinn árið 2002. Hann og Baskin voru enn gift en hann hafði þó fengið nálgunarbann gagnvart henni tveimur mánuðum áður en hann hvarf. Baskin hefur ítrekað neitað því að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Jeff Lowe kom inn sem fjárfestir í dýragarðinn fræga og seinna tók hann við af Joe Exotic. Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur kært Lowe og eiginkonu hans Laren Lowe fyrir dýraníð í garðinu og þá sérstaklega í garð ljóna og tígrisdýra. Þau hjónin tóku yfir umsjón garðsins árið 2016. Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þættirnir Tiger King fjölluðu að mestu um deilur Carole Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Baskin. Lewis hvarf degi áður en hann ætlaði að fara til Costa Rica og var lýstur látinn árið 2002. Hann og Baskin voru enn gift en hann hafði þó fengið nálgunarbann gagnvart henni tveimur mánuðum áður en hann hvarf. Baskin hefur ítrekað neitað því að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Jeff Lowe kom inn sem fjárfestir í dýragarðinn fræga og seinna tók hann við af Joe Exotic. Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur kært Lowe og eiginkonu hans Laren Lowe fyrir dýraníð í garðinu og þá sérstaklega í garð ljóna og tígrisdýra. Þau hjónin tóku yfir umsjón garðsins árið 2016.
Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira