Endurtalning atkvæða í Georgíu staðfesti sigur Bidens Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 06:32 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira