Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur. Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur.
Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39