Blindir geta nú fengið lánaða sjón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Hlynur og Eyþór ræddu appið nýja í Íslandi í dag í gær. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tækni Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tækni Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira