Lífið

Þegar Ari Ólafsson stal senunni hjá Graham Norton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari og Jónas í miklu stuði hjá Graham. 
Ari og Jónas í miklu stuði hjá Graham. 

Íslendingur að nafni Ari Ólafsson kom við sögu í spjallþættinum vinsæla The Graham Norton Show fyrir nokkrum árum. 

Fyrir tveimur dögum kom út klippa á YouTube-rás þáttarins þar sem farið var yfir skemmtileg atriði sem margir hafa kannski misst af. Strax í byrjun innslagsins var farið út í sal og þar sat maður að nafni Ari Ólafsson og sagði hann að vinir hans hafi stundum kallað hann Ashton þar sem hann líktist leikaranum Ashton Kutcher. 

Kutcher var einmitt í salnum sem gestur og var hann nokkuð sammála þeirri staðhæfingu, líklega í smá kaldhæðni.

Ari var staddur sem gestur í þættinum ásamt félaga sínum Jónasi Oddi Jónassyni.

Írinn Graham Norton heldur úti vinsælum spjallþætti í Bretlandi sem kallast einfaldlega The Graham Norton Show.

Þátturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 2007 á BBC. Norton fær ávallt stærstu stjörnur heims í þáttinn en hér að neðan má sjá þetta óborganlega atriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×