Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2020 11:07 Landsréttur mildaði nauðgunardóm um þrjá mánuði vegna talsverðra tafa á málsmeðferðinni. Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári úr tveimur árum niður í 21 mánuð. Karlmaðurinn var dæmdur fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni. Talsverðar tafir á málsmeðferð málsins hjá ákæruvaldinu og héraðsdómi eru ástæður þessa að dómurinn var mildaður. Skilaboð sem maðurinn sendi vinkonunni daginn eftir vógu þungt í mati Landsréttar. Héraðsdómur dæmdi í málinu í febrúar árið 2019 en brotið var framið árið 2017 þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Nauðgunin átti sér stað eftir að heim var komið en konan hafði beðið manninn um að aðstoða sig við að koma sér heim. Í kjölfarið stakk hún upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Héraðsdómi þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis og dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi. Niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn. Framburður konunnar metinn staðfastur Í dómi Landsréttar segir að þótt þau tvö séu ein til frásagnar um hvað gerðist umræddan morgun liggi fyrir framburður fimm vitna sem hittu stúlkuna skömmu eftir að atvik gerðust, báru þau öll að konan hafi verið í miklu uppnámi. Hjúkrunarfræðingur sem tók á móti stúlkunni á neyðarmóttöku Landspítalans sama morgun sagði einnig að konan hefði verið í miklu uppnámi. Þá mat Landsréttur framburð konunnar staðfastan og trúverðugan. Framburður mannsins var einnig metinn nokkuð stöðugur en í dómi Landsréttar segir að miðað við ölvunarástand konunnar hafi manninum mátt vera ljóst að konan væri ekki fær um að taka afstöðu til þess hvort hún vildi hafa samræði við hann. Leit Landsréttur einnig til þess að maðurinn sendi konunni smáskilaboð að kvöldi umrædd dags þar sem hann baðst afsökunar og sagði að sér liði hræðilega yfir því hvað hafi gerst og hvort þau gætu ekki talað um þetta. Taldi Landsréttur því sannað að maðurinn hefði nauðgað konunni. Dómur héraðsdóms var hins vegar mildaður um þrjá mánuði vegna tafa á málsmeðferð málsins. „Um þrjú og hálft ár eru liðin frá því að atvik málsins gerðust en ákærði var þá tvítugur. Rúmt ár leið frá því að rannsókn lögreglu var lokið þar til ákæra í málinu var gefin út. Þá liðu nærri sjö mánuðir frá því að ríkissaksóknari óskaði eftir dómsgerðum frá héraðsdómi þar til þær voru afgreiddar þaðan. Hafa þannig orðið tafir á málsmeðferðinni sem ákærða verður ekki um kennt,“ segir í dómi Landsréttar. Þarf maðurinn að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur auk alls áfrýjunarkostnaðar málsins, 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári úr tveimur árum niður í 21 mánuð. Karlmaðurinn var dæmdur fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni. Talsverðar tafir á málsmeðferð málsins hjá ákæruvaldinu og héraðsdómi eru ástæður þessa að dómurinn var mildaður. Skilaboð sem maðurinn sendi vinkonunni daginn eftir vógu þungt í mati Landsréttar. Héraðsdómur dæmdi í málinu í febrúar árið 2019 en brotið var framið árið 2017 þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Nauðgunin átti sér stað eftir að heim var komið en konan hafði beðið manninn um að aðstoða sig við að koma sér heim. Í kjölfarið stakk hún upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Héraðsdómi þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis og dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi. Niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn. Framburður konunnar metinn staðfastur Í dómi Landsréttar segir að þótt þau tvö séu ein til frásagnar um hvað gerðist umræddan morgun liggi fyrir framburður fimm vitna sem hittu stúlkuna skömmu eftir að atvik gerðust, báru þau öll að konan hafi verið í miklu uppnámi. Hjúkrunarfræðingur sem tók á móti stúlkunni á neyðarmóttöku Landspítalans sama morgun sagði einnig að konan hefði verið í miklu uppnámi. Þá mat Landsréttur framburð konunnar staðfastan og trúverðugan. Framburður mannsins var einnig metinn nokkuð stöðugur en í dómi Landsréttar segir að miðað við ölvunarástand konunnar hafi manninum mátt vera ljóst að konan væri ekki fær um að taka afstöðu til þess hvort hún vildi hafa samræði við hann. Leit Landsréttur einnig til þess að maðurinn sendi konunni smáskilaboð að kvöldi umrædd dags þar sem hann baðst afsökunar og sagði að sér liði hræðilega yfir því hvað hafi gerst og hvort þau gætu ekki talað um þetta. Taldi Landsréttur því sannað að maðurinn hefði nauðgað konunni. Dómur héraðsdóms var hins vegar mildaður um þrjá mánuði vegna tafa á málsmeðferð málsins. „Um þrjú og hálft ár eru liðin frá því að atvik málsins gerðust en ákærði var þá tvítugur. Rúmt ár leið frá því að rannsókn lögreglu var lokið þar til ákæra í málinu var gefin út. Þá liðu nærri sjö mánuðir frá því að ríkissaksóknari óskaði eftir dómsgerðum frá héraðsdómi þar til þær voru afgreiddar þaðan. Hafa þannig orðið tafir á málsmeðferðinni sem ákærða verður ekki um kennt,“ segir í dómi Landsréttar. Þarf maðurinn að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur auk alls áfrýjunarkostnaðar málsins, 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira