Sagður ætla að fækka hermönnum verulega í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 22:00 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma. Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma.
Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06
Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22
Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38