Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 19:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent