Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 11:31 Falcon 9-eldflaugin þegar hún hóf sig á loft með Dragon-ferjuna og fjóra geimfara innanborðs í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum. SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum.
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07