Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 22:09 Sverrir Ingi í baráttunni í kvöld. Lars Ronbog/Getty Images Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Sjá meira
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Sjá meira
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04
Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57