Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 22:09 Sverrir Ingi í baráttunni í kvöld. Lars Ronbog/Getty Images Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04
Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57