Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 11:45 Almennir borgarar gefa blóð í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, fyrr í vikunni sem ætlað er hermönnum sem særst hafa í átökunum í Tigray-ríki í norður Eþíópíu. Getty/Minasse Wondimu Hailu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu. Eþíópía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu.
Eþíópía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira