Felldu alræmdan vígamann í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 11:19 Franskur hermaður horfir út úr þyrlu sinni á flugi yfir Malí. AP/Christophe Petit Tesson Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí. Malí Frakkland Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí.
Malí Frakkland Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira