Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 22:03 Leigubílstjórar gagnrýna nýja skýrslu OECD harðlega. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni. Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni.
Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira