Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 22:03 Leigubílstjórar gagnrýna nýja skýrslu OECD harðlega. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni. Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni.
Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira