Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:34 Afar fá próf verða þreytt á staðnum í ár, samanborið við fyrri ár. Vísir/Vilhelm „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
„Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira