Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 09:10 Heilbrigðisstarfsmenn í Kaliforníu flytja lík manneskju sem dó vegna Covid-19. AP/Jae C. Hong Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27
Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05