Átta hafa látið lífið í umferðinni á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 16:31 Frá lokun lögreglu við Vesturlandsveg í sumar þar sem banaslys varð. Þar var nýbúið að leggja malbik sem stóðst ekki kröfur. Vísir/EinarÁ Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Átta hafa látist í umferðinni það sem af er ári en sex létust í fyrra. Fjöldinn er nokkuð undir meðaltali undanfarinna ára þar sem um tólf hafa látist að meðaltali á ári hverju. Meðaltal látinna á ári frá því að fyrsta banaslysið varð á Íslandi árið 1915 er, fram að síðustu áramótum, 15,3. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir að hafa verði í huga að framan af öldinni voru fá banaslys enda umferð mun minni. Á árunum 2000-2009 var meðaltal fjölda látinna 19 en mörg ár þar á undan hafði meðaltalið verið 24, að sögn Einars. Leiða hugann að ábyrgð hvers og eins Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember, segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningarviðburðir verða haldnir um land og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur þegar sent kveðju í tilefni dagsins. Beint streymi Einkennislag dagsins verður lag KK, When I think of angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt á öllum útvarpsstöðum á minningardaginn sjálfan um tvöleytið. Að kvöldi minningardagsins klukkan 19 munu félagar í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum minningarathöfnum um allt land í beinni vefútsendingu. Streymið verður aðgengilegt hér á Vísi. Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Átta hafa látist í umferðinni það sem af er ári en sex létust í fyrra. Fjöldinn er nokkuð undir meðaltali undanfarinna ára þar sem um tólf hafa látist að meðaltali á ári hverju. Meðaltal látinna á ári frá því að fyrsta banaslysið varð á Íslandi árið 1915 er, fram að síðustu áramótum, 15,3. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir að hafa verði í huga að framan af öldinni voru fá banaslys enda umferð mun minni. Á árunum 2000-2009 var meðaltal fjölda látinna 19 en mörg ár þar á undan hafði meðaltalið verið 24, að sögn Einars. Leiða hugann að ábyrgð hvers og eins Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember, segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningarviðburðir verða haldnir um land og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur þegar sent kveðju í tilefni dagsins. Beint streymi Einkennislag dagsins verður lag KK, When I think of angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt á öllum útvarpsstöðum á minningardaginn sjálfan um tvöleytið. Að kvöldi minningardagsins klukkan 19 munu félagar í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum minningarathöfnum um allt land í beinni vefútsendingu. Streymið verður aðgengilegt hér á Vísi.
Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira