Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:01 Fulltrúar demókrata og repúblikana fara yfir atkvæði í Maricopa í Arizona. epa/Rick D'elia New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46