Man. United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:01 Cristiano Ronaldo fagnar marki á síðasta tímabili sínu með Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira