Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 19:17 Pompeo ræddi við fréttamenn í utanríkisráðuneytinu í dag. Hann sagði þar að ný ríkisstjórn Trump tæki við í janúar þrátt fyrir að Joe Biden hefði unnið sigur í forsetakosningunum. AP/Jacquelyn Martin Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00