Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2020 12:35 Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Getty Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35
Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31