Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 13:03 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27