Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 14:09 Stuðningsmenn Trumps mótmæla meintu kosningasvindli. AP/John Locher Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. Ráðgjafar forsetans viðurkenna að dómsmál sem búið er að höfða og til stendur að höfða, muni í besta falli tefja formlegan sigur Joe Bidens. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum varpað fram margskonar ásökunum um kosningasvindl og á sama tíma leitað til bakhjarla til að hjálpa þeim fjárhagslega í því að berjast gegn þessari meintu spillingu. Hafa ekki getað sýnt fram á svindl Enn sem komið er hafa Trump-liðar ekki getað sýnt fram á nokkurs konar svindl. Á umdeildum blaðamannafundi Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, mættu menn sem kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið að vera nægilega nærri þeim sem töldu atkvæðin í Philadelphia. Reglur voru settar um að þessir menn, sem skipaðir voru af Repúblikanaflokknum, þyrftu að vera í tiltekinni fjarlægð vegna sóttvarna. Sambærilegir eftirlitsaðilar Demókrataflokksins kvörtuðu ekki. Dómari skipaði báðum flokkunum að komast að samkomulagi á fimmtudaginn. Í öðru máli hafa Trump-liðar haldið því fram að rúmlega 21 þúsund atkvæði hafi verið greidd í nafni látinna aðila í Pennsylvaníu. Sú krafa byggir á lögsókn íhaldssams hóps gegn innanríkisráðherra ríkisins. Dómari í málinu hefur krafist þess að hópurinn færi sannanir fyrir ásökunum sínum og jafnvel spurt hópinn út í það af hverju þeir hafi beðið með að höfða mál þar til eftir kosningarnar. Giulani sagði á blaðamannafundinum að fleiri mál yrðu höfðuð á næstunni. Á erfitt að sætta sig við tap Háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa þó sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar að tilgangurinn með öllum þessum dómsmálum sé ekki að snúa kosningunum. Heldur sé markmiðið að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og gera forsetanum sjálfum auðveldara að sætta sig við að hafa tapað, sem hefur reynst honum erfitt. Donald Trump var í golfi um helgina þegar stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna spáðu fyrir um sigur Joe Bidens.AP/Steve Helber Eins og segir í grein AP eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum. Oftar en ekki komist upp um þau og þau breyti ekki kosningum. Embættismenn víða um Bandaríkin, og þar á meðal ráðamenn í stofnunni sem heldur utan um kosningarnar, hafa gefið lítið fyrir ásakanir um kosningasvik. Stuðningsmenn Trumps, ekki flokksins Trump mun að öllum líkindum yfirgefa Hvíta húsið með mjög stóran hóp stuðningsmanna sem eiga það langflestir sameiginlegt að vera kjósendur Repúblikanaflokksins. Hann gæti notað þann stuðnings til að hafa umfangsmikil áhrif á störf flokksins á komandi árum. Fyrirtækið Echelon insights framkvæmdi könnun í síðasta mánuði þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins og hægri sinnaðir miðjumenn voru spurðir hvort þeir teldu sig stuðningsmenn Repúblikanaflokksins eða Donald Trumps. Samkvæmt New York Times sögðust 58 prósent þeirra vera stuðningsmenn Trump. Eins og bent er á í grein Politico þarf hver sem vill bjóða sig fram fyrir flokkinn árið 2024 líklega að gera það með stuðningi Trump. Donald Trump yngri, sonur forsetans, er þegar byrjaður að skapa sér stöðu innan Repúblikanaflokksins.AP/John Bazemore Strax byrjaðir að fóta sig í tómarúmi Trump Hvort sem Trump yfirgefur stjórnmálin að fullu eða ekki, mun ákveðið tómarúm myndast meðal íhaldsmanna vestanhafs. Nú þegar eru menn byrjaðir að fóta sig og finna sér pláss í því tómarúmi. Meðal þeirra er Donald Trump yngri, sonur forsetans. Til marks um það sendi hann frá sér tíst í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi alla þá sem hafa gefið í skyn að þeir hafi áhuga á framboð eftir fjögur ár fyrir að sýna föður sínum ekki nægjanlega hollustu. Nokkrum mínútum síðar tísti Nikki Haley, sem þykir líkleg til að bjóða sig fram, og sagði Trump og bandaríska þjóðin ætti skilið gagnsæi varðandi talningu atkvæða. Öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton, sem þykir einnig líklegur til að bjóða sig fram, tjáði sig einnig í kjölfar tísts Trumps yngri og hvatti stuðningsmenn sína til að styðja baráttu forsetans fjárhagslega. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2020 11:46 Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. 8. nóvember 2020 23:31 Stöðugt símaat eftir blaðamannafundinn fer í taugarnar á eiganda klámbúðarinnar Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta 8. nóvember 2020 21:05 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. Ráðgjafar forsetans viðurkenna að dómsmál sem búið er að höfða og til stendur að höfða, muni í besta falli tefja formlegan sigur Joe Bidens. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum varpað fram margskonar ásökunum um kosningasvindl og á sama tíma leitað til bakhjarla til að hjálpa þeim fjárhagslega í því að berjast gegn þessari meintu spillingu. Hafa ekki getað sýnt fram á svindl Enn sem komið er hafa Trump-liðar ekki getað sýnt fram á nokkurs konar svindl. Á umdeildum blaðamannafundi Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, mættu menn sem kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið að vera nægilega nærri þeim sem töldu atkvæðin í Philadelphia. Reglur voru settar um að þessir menn, sem skipaðir voru af Repúblikanaflokknum, þyrftu að vera í tiltekinni fjarlægð vegna sóttvarna. Sambærilegir eftirlitsaðilar Demókrataflokksins kvörtuðu ekki. Dómari skipaði báðum flokkunum að komast að samkomulagi á fimmtudaginn. Í öðru máli hafa Trump-liðar haldið því fram að rúmlega 21 þúsund atkvæði hafi verið greidd í nafni látinna aðila í Pennsylvaníu. Sú krafa byggir á lögsókn íhaldssams hóps gegn innanríkisráðherra ríkisins. Dómari í málinu hefur krafist þess að hópurinn færi sannanir fyrir ásökunum sínum og jafnvel spurt hópinn út í það af hverju þeir hafi beðið með að höfða mál þar til eftir kosningarnar. Giulani sagði á blaðamannafundinum að fleiri mál yrðu höfðuð á næstunni. Á erfitt að sætta sig við tap Háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa þó sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar að tilgangurinn með öllum þessum dómsmálum sé ekki að snúa kosningunum. Heldur sé markmiðið að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og gera forsetanum sjálfum auðveldara að sætta sig við að hafa tapað, sem hefur reynst honum erfitt. Donald Trump var í golfi um helgina þegar stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna spáðu fyrir um sigur Joe Bidens.AP/Steve Helber Eins og segir í grein AP eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum. Oftar en ekki komist upp um þau og þau breyti ekki kosningum. Embættismenn víða um Bandaríkin, og þar á meðal ráðamenn í stofnunni sem heldur utan um kosningarnar, hafa gefið lítið fyrir ásakanir um kosningasvik. Stuðningsmenn Trumps, ekki flokksins Trump mun að öllum líkindum yfirgefa Hvíta húsið með mjög stóran hóp stuðningsmanna sem eiga það langflestir sameiginlegt að vera kjósendur Repúblikanaflokksins. Hann gæti notað þann stuðnings til að hafa umfangsmikil áhrif á störf flokksins á komandi árum. Fyrirtækið Echelon insights framkvæmdi könnun í síðasta mánuði þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins og hægri sinnaðir miðjumenn voru spurðir hvort þeir teldu sig stuðningsmenn Repúblikanaflokksins eða Donald Trumps. Samkvæmt New York Times sögðust 58 prósent þeirra vera stuðningsmenn Trump. Eins og bent er á í grein Politico þarf hver sem vill bjóða sig fram fyrir flokkinn árið 2024 líklega að gera það með stuðningi Trump. Donald Trump yngri, sonur forsetans, er þegar byrjaður að skapa sér stöðu innan Repúblikanaflokksins.AP/John Bazemore Strax byrjaðir að fóta sig í tómarúmi Trump Hvort sem Trump yfirgefur stjórnmálin að fullu eða ekki, mun ákveðið tómarúm myndast meðal íhaldsmanna vestanhafs. Nú þegar eru menn byrjaðir að fóta sig og finna sér pláss í því tómarúmi. Meðal þeirra er Donald Trump yngri, sonur forsetans. Til marks um það sendi hann frá sér tíst í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi alla þá sem hafa gefið í skyn að þeir hafi áhuga á framboð eftir fjögur ár fyrir að sýna föður sínum ekki nægjanlega hollustu. Nokkrum mínútum síðar tísti Nikki Haley, sem þykir líkleg til að bjóða sig fram, og sagði Trump og bandaríska þjóðin ætti skilið gagnsæi varðandi talningu atkvæða. Öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton, sem þykir einnig líklegur til að bjóða sig fram, tjáði sig einnig í kjölfar tísts Trumps yngri og hvatti stuðningsmenn sína til að styðja baráttu forsetans fjárhagslega.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2020 11:46 Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. 8. nóvember 2020 23:31 Stöðugt símaat eftir blaðamannafundinn fer í taugarnar á eiganda klámbúðarinnar Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta 8. nóvember 2020 21:05 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2020 11:46
Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. 8. nóvember 2020 23:31
Stöðugt símaat eftir blaðamannafundinn fer í taugarnar á eiganda klámbúðarinnar Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta 8. nóvember 2020 21:05
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43