Biden setur baráttuna við kórónuveiruna efst á forgangslistann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 07:24 Joe Biden heitir því að sameina bandarísku þjóðina sem forseti og ætlar að leggja mikla áherslu á að berjast gegn Covid-19. Getty/Peter Summers Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira