Íslenski boltinn

Dofri farinn frá Víkingi en „aldrei hug­myndin að skórnir færu upp í hillu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dofri Snorrason í leik með Víkingum.
Dofri Snorrason í leik með Víkingum. vísir/bára

Dofri Snorrason hefur yfirgefið Víkinga eftir tíu ára dvöl í Víkinni. Hann hefur þó hug í að spila áfram í Pepsi Max deildinni.

Samningur Dofra í Víkinni var ekki framlengdur en hann hefur spilað þar síðan 2010 er hann gekk í raðir liðsins er það spilaði í B-deildinni.

Hann hefur gengið í gegnum tímanna tvenna en þessi þrítugi leikmaður er langt því frá að vera hættur.

„Nei, ég er ekki hættur og það var aldrei hugmyndin að skórnir færi upp í hillu. Ég vil spila áfram og trúi að ég hafi enn fullt fram að færa,“ sagði Dofri í samtali við Vísi í dag.

„Ég vil spila áfram í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér ég hafa fullt fram að færa, er á besta aldri og hef sjaldan verið í betra formi. Ég er spenntur fyrir nýjum hlutum,“ bætti Dofri við.

Dofri hefur orðið Íslands- og bikarmeistari á sínum ferli; Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu KR og bikarmeistari með Víkingi sumarið 2019. Hann á að baki 138 leiki í efstu deild.

View this post on Instagram

Takk fyrir okkur @dofris12

A post shared by Víkingur (@vikingurfc) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×