„Liggja nánast á hnjánum og biðja mig um að vera áfram“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Lasse Petry fagnar marki í sumar. vísir/daníel Lasse Petry, miðjumaður Vals, segir að Íslandsmeistararnir hafa boðinn honum nýjan samning en hann gæti snúið aftur heim til Danmerkur. Lasse var mikilvægur hluti af Valsliðinu í sumar en samningur hans er nú á enda. Hann gerði tveggja ára samning við félagið við komuna í fyrra en Valsmenn hafa lagt nýtt samningstilboð á borðið. „Þetta er erfið ákvörðun. Það eru fjölskylduhlutir sem toga mig heim en íþróttalegir hlutir sem lokka mig í að vera hérna áfram,“ sagði Petry í samtali við bold.dk. „Þeir hafa boðið mér framlengingu og ég er að íhuga þetta. Félagið er ánægt með mig og einnig liðsfélagarnir. Þeir liggja nánast á hnjánum og vonast til þess að ég verði áfram,“ sagði Petry léttur. Hann gæti þó snúið aftur heim til Danmerkur. Petry tilbudt ny aftale på Island: Overvejer DK https://t.co/jpjPvJL5lD #Urvalsdeild #Valur— bold.dk (@bolddk) November 5, 2020 „Að finna félag í Danmörku væri auðvitað mjög gott en þetta er erfið staða, einnig því félögin eru á fullu í þeirra tímabili. Ég hef spilað virkilega vel á leiktíðinni og það er margt sem ég þarf að íhuga.“ Lasse hefur spilað 46 leiki eftir komuna til Vals en hann glímt við mikil meiðsli á sínum ferli áður en hann snéri til Íslands. Það er því margt að íhuga fyrir þennan fyrrum leikmann FC Nordsjælland. „Við höfum verið frábærir sem lið á þessari leiktíð og ég hef spilað flestar mínúturnar og verið mikilvægur hluti af liðinu. Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ferlinum en nú er ég mættur aftur og nýt þess að spila. Ég er líklega í besta líkamlega forminu síðan ég var 21 árs. Að standa svo með bikar í lok mótsins er virkilega gott.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Lasse Petry, miðjumaður Vals, segir að Íslandsmeistararnir hafa boðinn honum nýjan samning en hann gæti snúið aftur heim til Danmerkur. Lasse var mikilvægur hluti af Valsliðinu í sumar en samningur hans er nú á enda. Hann gerði tveggja ára samning við félagið við komuna í fyrra en Valsmenn hafa lagt nýtt samningstilboð á borðið. „Þetta er erfið ákvörðun. Það eru fjölskylduhlutir sem toga mig heim en íþróttalegir hlutir sem lokka mig í að vera hérna áfram,“ sagði Petry í samtali við bold.dk. „Þeir hafa boðið mér framlengingu og ég er að íhuga þetta. Félagið er ánægt með mig og einnig liðsfélagarnir. Þeir liggja nánast á hnjánum og vonast til þess að ég verði áfram,“ sagði Petry léttur. Hann gæti þó snúið aftur heim til Danmerkur. Petry tilbudt ny aftale på Island: Overvejer DK https://t.co/jpjPvJL5lD #Urvalsdeild #Valur— bold.dk (@bolddk) November 5, 2020 „Að finna félag í Danmörku væri auðvitað mjög gott en þetta er erfið staða, einnig því félögin eru á fullu í þeirra tímabili. Ég hef spilað virkilega vel á leiktíðinni og það er margt sem ég þarf að íhuga.“ Lasse hefur spilað 46 leiki eftir komuna til Vals en hann glímt við mikil meiðsli á sínum ferli áður en hann snéri til Íslands. Það er því margt að íhuga fyrir þennan fyrrum leikmann FC Nordsjælland. „Við höfum verið frábærir sem lið á þessari leiktíð og ég hef spilað flestar mínúturnar og verið mikilvægur hluti af liðinu. Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ferlinum en nú er ég mættur aftur og nýt þess að spila. Ég er líklega í besta líkamlega forminu síðan ég var 21 árs. Að standa svo með bikar í lok mótsins er virkilega gott.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira