Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira