Skoðar möguleikana erlendis en útilokar ekki að vera áfram hjá Val Anton Ingi Leifsson skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Aron Bjarnason var ánægður með sumarið. Hann lék á alls oddi í Valsliðinu. STÖÐ 2 Aron Bjarnason er ánægður með sumarið í Íslandsmeistaraliði Vals í Pepsi Max deild karla. Hann ætlar að skoða möguleikana erlendis en útilokar ekki að vera áfram á Hlíðarenda. Aron mun fara til Ungverjaland í janúar en hann er samningsbundinn Újpest í Ungverjalandi. Hann var á láni hjá Íslandsmeisturunum í sumar. „Ég á von á því. Ég er á samningi hér til áramóta svo ég býst við að fara út í janúar. Ég þarf að heyra í þeim á næstu dögum hvernig staðan er,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Umhverfið var mjög fínt. Þetta er mjög fín aðstaða og fínustu þjálfarar. Það var ekki yfir neinu að kvarta. Það er mjög fínt að búa þarna úti.“ 21 af þeim 25 sem eru í leikmannahópi Újpest greindust á dögunum með kórónuveiruna. „Þetta er svakalegt ástand. Þeir hafa verið að leita eftir frestunum en sambandið úti hefur verið erfitt. Þeir ætla ekki að spila um helgina svo þetta er dálítið sérstakt,“ en hver var lykillinn að sigri Vals í sumar? „Við erum með mjög góða leikmenn og góða blöndu í liðinu. Það voru flestir að skila framlagi í liðinu og spiluðum okkur vel saman. Þegar við unnum nokkra leiki í röð þá var enginn að fara stoppa okkur.“ „Það var langt síðan ég spilaði þegar ég kom heim, svo ég kom inn í nýtt lið en Heimir gaf mér traustið. Ég er mjög þakklátur fyrir það og náði að spila mig í gang. Heilt yfir var ég mjög sáttur við þetta.“ Hann segir að æfingarnar hjá Heimi hafi ekki verið verri en þær í Ungverjalandi. Þar sé þá meiri atvinnumannaumhverfi. „Það er æft stíft hjá Heimi. Þær eru krefjandi og skila sér inn í leikina. Úti er þetta aðeins öðruvísi. Það er alltaf æft á morgnanna og umgjörðin meiri. Þú getur fengið meiri aðstoð með endurheimt og svoleiðis en æfingarnar hérna eru alveg tipp topp.“ „Mér líður mjög vel hérna. Ég kann vel við þjálfarana og aðstöðuna. Ég myndi alltaf skoða það en ég býst við að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni úti. Ég mun skoða þetta með umboðsmanninum en skoða fyrst stöðuna hjá Újpest þar sem ég er samningsbundinn og sjá hvernig staðan mín er þar. Það er búið að skipta um þjálfara og svona.“ Klippa: Sportpkakinn - Aron Bjarnason Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Aron Bjarnason er ánægður með sumarið í Íslandsmeistaraliði Vals í Pepsi Max deild karla. Hann ætlar að skoða möguleikana erlendis en útilokar ekki að vera áfram á Hlíðarenda. Aron mun fara til Ungverjaland í janúar en hann er samningsbundinn Újpest í Ungverjalandi. Hann var á láni hjá Íslandsmeisturunum í sumar. „Ég á von á því. Ég er á samningi hér til áramóta svo ég býst við að fara út í janúar. Ég þarf að heyra í þeim á næstu dögum hvernig staðan er,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Umhverfið var mjög fínt. Þetta er mjög fín aðstaða og fínustu þjálfarar. Það var ekki yfir neinu að kvarta. Það er mjög fínt að búa þarna úti.“ 21 af þeim 25 sem eru í leikmannahópi Újpest greindust á dögunum með kórónuveiruna. „Þetta er svakalegt ástand. Þeir hafa verið að leita eftir frestunum en sambandið úti hefur verið erfitt. Þeir ætla ekki að spila um helgina svo þetta er dálítið sérstakt,“ en hver var lykillinn að sigri Vals í sumar? „Við erum með mjög góða leikmenn og góða blöndu í liðinu. Það voru flestir að skila framlagi í liðinu og spiluðum okkur vel saman. Þegar við unnum nokkra leiki í röð þá var enginn að fara stoppa okkur.“ „Það var langt síðan ég spilaði þegar ég kom heim, svo ég kom inn í nýtt lið en Heimir gaf mér traustið. Ég er mjög þakklátur fyrir það og náði að spila mig í gang. Heilt yfir var ég mjög sáttur við þetta.“ Hann segir að æfingarnar hjá Heimi hafi ekki verið verri en þær í Ungverjalandi. Þar sé þá meiri atvinnumannaumhverfi. „Það er æft stíft hjá Heimi. Þær eru krefjandi og skila sér inn í leikina. Úti er þetta aðeins öðruvísi. Það er alltaf æft á morgnanna og umgjörðin meiri. Þú getur fengið meiri aðstoð með endurheimt og svoleiðis en æfingarnar hérna eru alveg tipp topp.“ „Mér líður mjög vel hérna. Ég kann vel við þjálfarana og aðstöðuna. Ég myndi alltaf skoða það en ég býst við að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni úti. Ég mun skoða þetta með umboðsmanninum en skoða fyrst stöðuna hjá Újpest þar sem ég er samningsbundinn og sjá hvernig staðan mín er þar. Það er búið að skipta um þjálfara og svona.“ Klippa: Sportpkakinn - Aron Bjarnason
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira