Gunnhildur Yrsa: Búnar að spila saman í allt sumar og það gleymist ekki á einum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2020 18:31 Gunnhildur Yrsa átti flottan leik á miðju Vals í dag. Vísir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00