Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:20 Birkir Hrannar, Gunnar, Kristrún og Kristín Svanborg þreyttu próf á fyrsta degi í breyttu skólahaldi. Gríman þvældist ekkert fyrir þeim. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira