Kannanir benda til sigurs Bidens Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2020 18:32 Svona lítur staðan út miðað við meðaltal skoðanakannana. Vísir/Hafsteinn Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira