Biður presta að bjóða skólunum húsnæði kirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 17:07 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram. Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram.
Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira