Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 15:19 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51