Lögðu út naglamottur og beittu úðavopni til að ná manni sem var talinn ógnandi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 14:29 Frá aðgerðum á vettvangi í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum. Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum.
Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira