Hurð spennt upp og öllu stolið af skrifstofu Útvarps 101 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 14:11 Útvarp 101 fagnar tveggja ára afmæli þessa dagana. Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“ Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“
Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira