Allir í skimun í Slóvakíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 13:31 Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. EPA/JAKUB GAVLAK Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231. Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231.
Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45