Innlent

Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla

Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa.

Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Hún verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna.

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þessu lýsir Lilja sem lauslegri mynd af því hvernig skólastarf fer fram. Það verður nánar útskýrt í tilkynningu seinna í dag.

„Númer eitt, tvö og þrjú, þá viljum við tryggja menntun og að börnin okkar geti farið í skóla. Við þurfum að ná utan um það sem er stærsta samfélagsverkefnið í faraldri nýju kórónuveirunnar,“ sagði Lilja í fréttunum.

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi í gær þurfa börn sex ára og eldri að fara eftir reglum um tveggja metra fjarlægð, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu á almannafæri. Aðrar reglur verða útfærðar fyrir skólastarf og eins og áður segir verða þær útskýrðar betur seinna í dag.


Tengdar fréttir

24 innanlandssmit greindust í gær

Alls greindust 24 með kórónuveiruna innanlands í gær. 17 af þessum 24 voru í sóttkví. Helmingi færri sýni voru tekin í gær en í fyrradag þegar 54 innanlandssmit greindust.

Ósáttir við tilmæli sem bárust fimm tímum fyrir rjúpnaveiðitímabilið

Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×