Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 08:18 Kaffihús og veitingastaðir opnuðu að nýju í Melbourn fyrir helgi. AP/Asanka Brendon Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16