Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborg, er einn þriggja leikmanna liðsins sem greindust með kórónuveiruna í dag.
Núna eru sjö leikmenn Silkeborg með veiruna og tveir starfsmenn liðsins.
Stefán Teitur er 22 ára gamall og gekk til liðs við Silkeborg frá ÍA í þessum mánuði. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum með liðinu síðan þá. Silkeborg leikur í næstefstu deild Danmerkur og er í fimmta sæti deildarinnar í dag.
Liðið á leik gegn Vendsyssel á morgun og þarf að tefla fram vængbrotnu liði í ljósi aðstæðna.