Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 17:50 Valur trónir á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu nú þegar KSÍ hefur staðfest að keppni verði hætt. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira