Bara ein kona í nýjum Ólympíuhópi FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 12:30 Þessi fimm skipa nýjan Ólympíuhóp Frjálsíþróttsambands Íslands fyrir ÓL 2020 (21). Þau eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Hlynur Andrésson og Sindri Hrafn Guðmundsson. FRÍ Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020
Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira