Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 22:20 Albert var svona líka sáttur í leikslok. Ed van de Pol/Getty Images Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. Albert var í byrjunarliði AZ sem tók á móti Rijeka á heimavelli í F-riðli í kvöld. Teun Koopmeiners kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og Albert bætti við öðru marki þegar 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Jesper Karlsson þriðja mark heimamanna áður en hinn 23 ára gamli Albert bætti við því fjórða þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Gestirnir minnkuðu muninn í 4-1 fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. AZ Alkmaar = top of Group F #UEL pic.twitter.com/siCPrd0wGg— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 29, 2020 AZ vann magnaðan 0-1 útisigur á Napoli í fyrstu umferð og eru því með sex stig að loknum tveimur leikjum. Í hinum leik kvöldsins vann Napoli 0-1 útisigur á Real Sociedad þökk sé marki Matteo Politano. Sverrir Ingi í leik kvöldsins.Joaquin Corchero/Getty Images Sverrir Ingi Ingason var að venju á sínum stað í vörn gríska liðsins PAOK er það heimsótti Granada á Spáni í E-riðli. Hinn 27 ára gamli Sverrir Ingi lék einmitt með Granada árið 2017 og var því að mæta sínum gömlu félögum. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og PAOK því með tvö stig í 3. sæti að loknum tveimur umferðum. Granada er á toppi riðilsins með fjögur stig og PSV í 2. sæti með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30 Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. Albert var í byrjunarliði AZ sem tók á móti Rijeka á heimavelli í F-riðli í kvöld. Teun Koopmeiners kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og Albert bætti við öðru marki þegar 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Jesper Karlsson þriðja mark heimamanna áður en hinn 23 ára gamli Albert bætti við því fjórða þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Gestirnir minnkuðu muninn í 4-1 fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. AZ Alkmaar = top of Group F #UEL pic.twitter.com/siCPrd0wGg— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 29, 2020 AZ vann magnaðan 0-1 útisigur á Napoli í fyrstu umferð og eru því með sex stig að loknum tveimur leikjum. Í hinum leik kvöldsins vann Napoli 0-1 útisigur á Real Sociedad þökk sé marki Matteo Politano. Sverrir Ingi í leik kvöldsins.Joaquin Corchero/Getty Images Sverrir Ingi Ingason var að venju á sínum stað í vörn gríska liðsins PAOK er það heimsótti Granada á Spáni í E-riðli. Hinn 27 ára gamli Sverrir Ingi lék einmitt með Granada árið 2017 og var því að mæta sínum gömlu félögum. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og PAOK því með tvö stig í 3. sæti að loknum tveimur umferðum. Granada er á toppi riðilsins með fjögur stig og PSV í 2. sæti með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30 Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30
Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00