„Það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2020 18:31 Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Vísir/Vilhelm „Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38