„Það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2020 18:31 Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Vísir/Vilhelm „Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38