Landsbankinn aldrei lánað jafnmikið til heimila Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 17:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39
Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27